Graphic design for the food market Box in Skeifan, Reykjavík.
Hönnun á grafískri ásýnd fyrir matarmarkaðinn Box í Skeifunni. Markmið verkefnisins var að skapa ímynd fyrir matarmarkaðinn Box sem Reykjavík Street Food ætlar að breyta í veitingastað og hafa opinn allt árið um kring í Skeifunni. Hugmyndin af hönnuninni var að hanna merki sem líkist lokuðu boxi og táknar ásýnd veitingastaðarins að utan, en þegar merkið opnast spretta úr því líflegar teikningar af þeim viðburðum og veislum sem eiga sér stað hverju sinni inni á staðnum. Í hönnuninni er einblínt á þann fjölda viðburða og tónlistaratriða sem komu fram á Boxinu og þeirrar vinalegu og fjörugu stemningu sem myndaðist á matarmarkaðinum sem minnti helst á tónlistarhátíðir eins og Woodstock. Loks var hönnuð var plakatasería í anda tónlistarhátíða fyrir nokkra hugsanlega viðburði.
Verkefnið var tilnefnt til FÍT verðlauna í nemendaflokki árið 2019